er staðsettur ofarlega á Rangárvöllum og var búið þar til ársins 1978, segja má að Fjallabaksleið syðri byrji/endi við afleggjarann að Fossi. Foss er því kjörinn staður til þess að hefja eða enda ferðalag um Fjallabak. Foss er náttúruparadís með ótal göngu- og reiðleiðir í nágrenninu og kjörið fyrir útivistarfólk og náttúruunnendur að dvelja þar í lengri eða skemmri tíma. Foss er í senn friðsæl náttúruperla en einnig er stutt í alla þjónustu hvort sem er á Hellu eða Hvolsvelli. Á Fossi er gistiaðstaða fyrir allt að 36 manns, eldunaraðstaða og vatnssalerni. Mjög góð aðstaða er fyrir hross, aðgengileg beitarhólf og gott gerði.
Upplýsingar í síma: 896 9980. Netfang: info@fjallaskalar.is