Foss er staðsettur ofarlega á Rangárvöllum og var búið þar til ársins 1978, segja má að Fjallabaksleið syðri byrji/endi við afleggjarann að Fossi. Foss er því kjörinn staður til þess að hefja eða enda ferðalag um Fjallabak. Foss er náttúruparadís með ótal göngu- og reiðleiðir í nágrenninu og kjörið fyrir útivistarfólk og náttúruunnendur að dvelja þar í lengri eða skemmri tíma. Foss er í senn friðsæl náttúruperla en einnig er stutt í alla þjónustu hvort sem er á Hellu eða Hvolsvelli. Á Fossi er gistiaðstaða fyrir allt að 36 manns, eldunaraðstaða og vatnssalerni. Mjög góð aðstaða er fyrir hross, aðgengileg beitarhólf og gott gerði.
Við sem stöndum að þessari þjónustu höfum um árabil haft mikinn áhuga á þessu svæði og farið all oft um það á bílum og hestum. Haustið 2009 auglýsti Rangárþing ytra skálana til sölu og við hugsuðum okkur ekki tvisvar um, buðum í og fengum.
Við höfum mikinn metnað til að byggja svæðin upp fyrir ferðafólk svo að sem flestir geti notið þeirrar stórkostlegu náttúru sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Við áætlum að framkvæma einhvað á hverju ári til þess að bæta aðstöðuna svo gestum okkar líði sem best og njóti dvalarinnar í alla staði.